Legstaðaleit - Jarlinn GK 272

Поделиться
HTML-код
  • Опубликовано: 18 сен 2024
  • Jarlinn GK 272 fór með ísfiskfarm frá Ísafirði 21. ágúst 1941 áleiðis til Englands, en hann hafði verið í ísfiskflutningum þangað frá ársbyrjun 1940. Þann 1. sept. seldi hann afla sinn í Fleetwood, og hélt þaðan af stað heimleiðis miðvikudaginn 3. sept., og ætlaði þá beina leið til Vestmannaeyja. Um miðjan septembermánuð var farið að óttast um Jarlinn og reynt var að grennslast eftir ferðum þess frá Englandi, en þá var sæsíminn slitinn og því erfitt að síma nokkuð sem að skipaferðum laut. Síðar kom í ljós að þann 5. september 1941 kl. 23:37 var Jarlinum sökkt af þýska kafbátnum U-141 undir stjórn Philipps Schülers. Með Jarlinum fórust 11 menn.
    Skoða nánar: www.legstadale...
    #sjóslys #jarlinn #ww2 #Ísland #iceland #fleetwoodtown

Комментарии •