1. Frú Kristín - Fyrstu Orðin. Lærum að tala, fjölskyldan, líkaminn, litirnir, söngur & fl.
HTML-код
- Опубликовано: 20 ноя 2024
- Frú Kristín er íslenskt barnaefni fyrir allra yngstu börnin.
Í fyrsta þætti sýnir Frú Kristín hvernig við segjum mamma, pabbi og fleiri persónur í fjölskyldunni. Við förum yfir litina og lærum nokkur tákn úr tákn með tali. Það er líka fullt af fjöri í þættinum þegar við syngjum saman hjólin á strætó, kalli litli kónguló og höfuð herðar hné og tær. Feluleikir og dúkkuleikir og alls konar leikir! Lærum nokkur orð og heiti á líkamspörtum og svo sjáum við teiknimyndir við lagið um fingurna og litalagið eftir @Alina_Official_audurlinda
Stafur dagsins er fastur liður í þáttunum en pssst… hann verður flottari næst!
Mælt er með því að foreldrar taki virkan þátt við áhorf þáttsins... en það er líka allt í lagi að kveikja á þættinum á meðan þú eldar matinn eða tekur úr vélinni 😉Farið saman í feluleik, syngið saman og gerið handahreyfingar og tákn. Til að auka málskilning hjá ungabörnum er gott að þylja upp allt sem þú gerir yfir daginn. Í þættinum koma aldursviðmiðanir um þroskaferli barna, þær eru fengnar frá Heilsuveru og eru þær einungis til viðmiðunar. Hafðu samband við þína heilsugæslu ef þú hefur áhyggjur af þroskaferli barnsins þíns.
Fyrstu orðin - lærum að tala íslensku!
• Fjölskyldan
• Líkamspartar
• Litirnir
• Stafur dagsins
Sýndu þinn stuðning með því að:
♡ Koma í áskrift á miðlunum hennar Frú Kristínar - linktr.ee/fruk...
♡ Koma í áskrift á miðlunum hjá Auður Barnalög - linktr.ee/audu...
#íslenskt #islenskt #icelandic #barnaefni #íslensktbarnaefni #teiknimyndir #frúkristín #icelandiccartoon #fyrirbörnin #forkids #animation #baby #icelandic #icelandiceducation #veljumíslenskt #fræðsla #fræðandibarnaefni - Развлечения