4. Frú Kristín - Jólin. Opnum jólagjöf, teljum, íslensku jólasveinarnir, jólaljóð, dans, söngur & fl

Поделиться
HTML-код
  • Опубликовано: 29 дек 2024
  • Fjórði þátturinn af Frú Kristín er sérstakur jólaþáttur þar sem við lærum að segja alls konar orð sem tengjast jólunum. Það er heilmargt spennandi að gerast í þessum þætti; Frú Kristín segir sögurnar af íslensku jólasveinunum, við dönsum og syngjum saman jólalög, bæði ný og gömul. Opnum jólagjöf saman, setjum skóinn út í glugga og leikum okkur með leikföngin sem jólasveinninn gaf okkur í skóinn! Við heyrum jólaljóð sem ekki hafa heyrst áður, teljum jólagjafir og jólasveina, og svo margt annað skemmtilegt!
    Hvað ætli sé stafur dagsins? Töfrakassinn er sko kominn í jólabúining!
    Lögin í þættinum eru eftirfarandi;
    ♡ 13 Jólasveinar - Lærum að telja upp á 13 með rólegu og skemmtilegu lagi sem Frú Kristín syngur
    ♡ Jólagjöf - Frú Kristín samdi og syngur íslenskan texta við vinsæla jólalagið Jingle Bells
    ♡ Jólalagið - Er nýtt jólalag eftir Auður Barnalög, hún samdi lagið og textann, syngur og gerði tónlist.
    ♡ Jólasveinar einn og átta - Hér syngja þær Frú Kristín og Auður Barnalög saman gamalt og gott jólalag, Auður Barnalög bjó til tónlist.
    Mælt er með því að foreldrar taki virkan þátt við áhorf þáttsins... en það er líka allt í lagi að kveikja á þættinum á meðan þú eldar matinn eða tekur úr vélinni 😉Farið saman í feluleik, syngið saman og gerið handahreyfingar og tákn. Til að auka málskilning hjá ungbörnum er gott að þylja upp allt sem þú gerir yfir daginn.
    Sýndu þinn stuðning með því að:
    ♡ Koma í áskrift á miðlunum hennar Frú Kristínar - linktr.ee/fruk...
    ♡ Koma í áskrift á miðlunum hjá Auður Barnalög - linktr.ee/audu...
    Sérstakar þakkir fá Trubbi.is, MS, Védís Torfadóttir & Anna Jóna Kristjánsdóttir ♡
    Myndirnar af íslensku jólasveinunum eru eftir Stephen Fairbairn, í eigu MS og birtar með góðfúslegu leyfi mjólkursamsölunnar.
    #íslenskt #islenskt #icelandic #barnaefni #íslensktbarnaefni #teiknimyndir #frúkristín #icelandiccartoon #fyrirbörnin #forkids #animation #baby #icelandic #icelandiceducation #veljumíslenskt #fræðsla #fræðandibarnaefni #íslenska
    P.s. Því miður var smá misskilningur varðandi höfundarétt á laginu „Ég sá mömmu kyssa jólasvein“ og verður lagið því ekki í þættinum en má sjá hér: • Ég sá mömmu kyssa jóla... Einnig vantar atriði þar sem Frú Kristín & Auður Barnalög heimsóttu jólasveininn og fengu hann í mynd að syngja lagið „Snjókorn falla“ - Atriðið verður birt síðar.

Комментарии •