KA - Breiðablik 3-2 (2. júlí 2006) VISA-Bikar

Поделиться
HTML-код
  • Опубликовано: 29 апр 2017
  • KA tók á móti Breiðablik á Akureyrarvelli 2. júlí 2006 þegar liðin mættust í 16-liða úrslitum VISA-Bikars karla. KA var í 8. sæti 1. deildar fyrir leikinn á meðan Breiðablik var í 9. sæti efstu deildar. KA byrjaði leikinn mun betur og náði forystunni á 43. mínútu þegar Sveinn Elías Jónsson kom boltanum framhjá Hjörvari Hafliðasyni í marki Blika.
    Staðan var 1-0 í hálfleik en ekki leið á löngu uns Sigurður Skúli Eyjólfsson breytti stöðunni í 2-0 eftir frábært mark í stöng og inn. Sveinn Elías var svo aftur á ferðinni á 55. mínútu og KA komið í góða stöðu.
    Gestirnir gáfust þó ekki upp og Kári Ársælsson minnkaði muninn á 66. mínútu og Magnús Páll Gunnarsson breytti stöðunni í 3-2 á 73. mínútu en nær komust Blikar ekki og KA fór því áfram í næstu umferð Bikarkeppninnar.
  • СпортСпорт

Комментарии •