KA - Keflavík 0-3 Bikarúrslit 2004

Поделиться
HTML-код
  • Опубликовано: 3 окт 2024
  • KA og Keflavík mættust í úrslitaleik Bikarkeppni KSÍ þann 2. október árið 2004. KA liðið hafði fallið úr efstu deild fyrr um sumarið og ætlaði sér að bjarga sumrinu í bikarkeppninni. En Keflvíkingar voru einfaldlega sterkari aðilinn og unnu sanngjarnan 0-3 sigur.
    Keflvíkingar fengu vítaspyrnu strax á 11. mínútu þegar Scott Ramsay var felldur og Þórarinn Kristjánsson skoraði af öryggi úr vítinu. Þórarinn var svo aftur á ferðinni 15 mínútum síðar og staðan orðin 0-2. KA-liðið reyndi hvað það gat að koma sér aftur inn í leikinn en fékk fá færi. Keflvíkingar nýttu sér sóknarþunga KA-liðsins undir lok leiks þegar Hörður Sveinsson innsiglaði 3-0 sigur þeirra á lokamínútunni.

Комментарии •