Rauða borðið 5. feb - Spilling, vítissódi, vextir, leiklist, reynsluboltar og neytendamál
HTML-код
- Опубликовано: 6 фев 2025
- Miðvikudagur 5. febrúar
Spilling, vítissódi, vextir, leiklist, reynsluboltar og neytendamál
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, kemur og bregst við stýrivaxtalækkun Seðlabankans. Er til góðs að ný ríkisstjórn leggi fram nýtt búvörufrumvarp? Breki svarar því. Sigurjón Magnús Egilsson fær landslið reynslubolta til að ræða ýmis mál. Þau Jakob Frímann Magnússon, Erna Indriðadóttir, fyrrum fréttakona og Einar Kárason rithöfundur láta gamminn geysa - ekki missa af því. Einnig verður áhugaverð menningarumfjöllun í þættinum. Gunnar Smári ræðir við Björk Jakobsdóttur leikstjóra, Óla Gunnar Gunnarsson leikara og handritshöfund og Vigdísi Höllu Birgisdóttur leikkonu. Leikverkið Tóm hamingja verður til umfjöllunar, leikrit sem Gaflaraleikhúsið hefur sett upp í Borgarleikhúsinu. Þorvaldur Logason heimspekingur og rithöfundur og Hallfríður Þórarinsdóttir doktor í menningarmannfræði koma og ræða hvaða áhrif geta orðið af umfjöllun um spillingu á þessu litla og skrýtna skeri okkar. Þorvaldur er höfundur Eimreiðarelítunnar, sem vakið hefur mikla athygli. Við endum Rauða borðið á áhugaverðu deilumáli í Hvalfirði. Þar á að setja mikið magn af vítissóda í sjóinn innan skamms og sýnist sitt hverjum um ágæti þess. Haraldur Eiríksson sem hefur hagsmuna að gæta kemur og ræðir við okkur.