Samherji - Skýrslan sem aldrei var gerð

Поделиться
HTML-код
  • Опубликовано: 3 фев 2025
  • Stuttur heimildarþáttur framleiddur af Samherja sem varpar nýju ljósi á Seðlabankamálið svokallaða. Hinn 27. mars 2012 var sýndur á RÚV þáttur Kastljóss sem markaði upphaf málsins en í þættinum var sagt frá meintri sölu Samherja á karfa á undirverði til dótturfélaga erlendis. Þátturinn og fullyrðingar þáttastjórnandans, Helga Seljan, byggðu allar á „skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs“ eins og áhorfendum var ítrekað sagt í þættinum. Var umrædd „skýrsla“ því aðal heimild Ríkisútvarpsins við vinnslu þáttarins. Nú er komið í ljós að skýrslan var aldrei unnin af Verðlagsstofu skiptaverðs sem hefur staðfest það í bréfi til Samherja.

Комментарии •