Karlakórinn Fóstbræður Loch Lomond 2017

Поделиться
HTML-код
  • Опубликовано: 8 сен 2024
  • Karlakórinn Fóstbræður flytur hér skoska þjóðlagið The Bonnie Banks o´Loch Lomond undir stjórn Árna Harðarsonar. Útsetninguna gerði kanadamaðurinn Jonathan Quick og einsöngvari er Jóhann Vilhjálmsson.
    Upptakan er frá vortónleikum í Norðurljósasal Hörpu 29.apríl 2017.
    Lagið er talið tengjast tilraun skota, eða öllu heldur svokallaðra Jakobína, til að endurheimta bresku krúnuna á fyrri hluta 18.aldar en það fór allt á versta veg. Textinn er lagður í munn skosks stríðsmanns sem hefur verið tekinn til fanga af englendingum og bíður aftöku sinnar í Lundúnaborg. Hann mælir til félaga síns og landa sem fær að halda heim á leið frjáls maður. Sá fær að fara „efri leiðina“ en fanginn ólánsami mun fara „neðri leiðina“ um undirheima en verður þó á undan hinum heim til Skotlands. En hann mun aldrei aftur líta elskuna sína á bökkum stöðuvatnsins Loch Lomond.
    Fóstbræður Male Choir sings the Scottish folk melody (myndi segja folk song en ekki melody) ‘The Bonnie Banks o' Loch Lomond’. Soloist is Jóhann Vilhjálmsson and the conductor is Árni Harðarson. The arrangement was done by the Canadian Jonathan Quick.
    The recording was made at the Choir´s annual spring concert, on 29 April 2017, in Norðurljós recital hall in Harpa Reykjavik Concert Hall.
    The song is considered to be related to the Jacobite Uprising of 1745. The lyrics are set forth by a Scottish rebel who has been captured and awaits his execution in London. He speaks to his comrade, who will return free to Scotland. His comrade will take ‘the high road’ while he, the prisoner, will take ‘the low road’ through the underworld, never to meet his love again on the banks of Loch Lomond.

Комментарии • 1