Samskipti Íslands við umheiminn: Góðir Íslendingar varasamir útlendingar
HTML-код
- Опубликовано: 26 ноя 2024
- Upptaka frá málþingi sem fram fór í Þjóðminjasafni Íslands, fimmtudaginn 21. október 2021, í tilefni af útgáfu bókarinnar "Iceland's Shelter-Seeking Behavior: From Settlement to the Republic" (sjá hér: www.cornellpre...)
Hafa Íslendingar borið skarðan hlut frá borði í samskiptum sínum við umheiminn eða hafa þeir notið góðs af þeim?
Hafa náin samskipti við nágrannaríki falið í sér arðrán og hnignun eða mikilvægt pólitískt, efnahagslegt og samfélagslegt skjól?
Um þetta er fjallað á málþingi um nýja bók um alþjóðsamskipti Íslands frá landnámi til stofnunar lýðveldis. Alþjóðasamskipti landsmanna eru skoðuð innan ramma kenningarinnar um skjól þar sem metið er hvort að lítil samfélög njóti góðs af samskiptum sínum við nágranna sína eða hvort að þau tapi á þeim. Niðurstöður rannsóknarinnar benda meðal annars til þess að mikilvægi alþjóðasamskipta fyrir Íslendinga hafi verið vanmetið. Auk þess að kostnaðurinn sem oft er sagður hafa fylgt samskiptum við útlendinga hafi verið ofmetinn. Þannig hafi landsmenn notið umfangsmikils pólitísks, efnahagslegs og samfélagslegs skjóls af samskiptum sínum við nágrannaríkin, kaþólsku kirkjuna og erlenda sæfara. Samskipti landsmanna við umheiminn séu mikilvægur þáttur í að skýra og skilja samfélagsgerðina og þróun efnahagsmála og stjórnmála hér á landi. Skjólið hafi þó verið mismikið eftir tímabilum og á stundum hafi meiri kostnaður en ávinningur fylgt samskiptunum við útlönd.
Opnun málþings. Alþjóðasamskipti Íslands í sögulegu samhengi:
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Framsögur:
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ.
Þorsteinn Kristinsson, doktornemi við Háskólann í Lundi.
Tómas Joensen, verkefnisstjóri hjá Alþjóðamálastofnun og Rannsóknasetri um smáríki við HÍ.
Pallborðsumræður:
Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræðingur við HÍ.
Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði við HÍ.
Viðar Pálsson, dósent í sagnfræði við HÍ.
Fundarstjóri og lokaorð:
Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við HÍ.