Reykjadalurinn minn!
HTML-код
- Опубликовано: 24 янв 2025
- Elsku gestir, starfsfólk, velunnarar og aðrir vinir - haldið ykkur fast!!
Reykjadalslagið er komið út!
Starfsfólk Reykjadals hefur unnið hörðum höndum að gerð lagsins undir leiðsögn Berglindar Wöhler / Ásgeir Kristján samdi lagið / Textasmíð: Berglind, Bjarni Kristmannsson og Arna Ösp / Söngvarar: Arna Ösp, Berglind, Aron Brink, Kári og Mikael Emil / Myndataka og klipping: Rewind
Texti:
Er búin að bíða í allan vetur
Eftir því
Að komast í
Reykjadalinn minn
Nú er sumarið komið, sem betur fer
Og ég fer
Já ég loksins fer
Í Reykjadalinn minn
Pakk´í töskur,
Hér kemur sumaröskur
Þarf að muna að flokka allar plastflöskur
Svo lengi að bíða en tíminn fljótur er að líða
og ég fer
Í Reykjadalinn minn
Hér er allt sem þú getur hugsað þér
Sundlaugin, ærslabelgur og trampólín
Komdu nú með mér
Kíkja í eldhúsið og það er alltaf matur til
Ég get fengið mér allt það sem ég vil
Sorry mamma, en maturinn hér er betri en þinn
Og ég er ekki einu sinni búinn að sakna þín (DJÓK)
Það er mánudagur, bátarnir taka völd
Það er mánudagur, það er pizzakvöld
Sama hvað´er á dagskrá, ég er til, ég er alltaf game
Ég er eins og Aron Can, ég fer aldrei heim
Er búin að bíða í allan vetur
Eftir því
Að komast í
Reykjadalinn minn
Nú er sumarið komið, sem betur fer
Og ég fer
Já ég loksins fer
Í Reykjadalinn minn
Okei okei okei
Nú erum við mætt á kvöldvöku
Á kvöldvöku er alltaf stemning
Nú verðið þið að setja hendurnar upp
Og tilbúin
Takið með, einn, tveir og NÚ
HÆGRI OG VINSTRI
OG HÆGRI VINSTRI HÆGRI VINSTRI
Þið hristið allann líkamann
Og finnið síðan stemninguna
Er búin að bíða í allan vetur
Eftir því
Að komast í
Reykjadalinn minn
Nú er sumarið komið, sem betur fer
Og ég fer
Já ég loksins fer
Í Reykjadalinn minn