STEM-menntun: Emil Sölvi Ágústssson, líffræðikennari í Kvennaskólanum í Reykjavík

Поделиться
HTML-код
  • Опубликовано: 14 апр 2024
  • Emil Sölvi Ágústsson er hartnær þrítugur framhaldsskólakennari við Kvennaskólann í Reykjavík. Hann starfar einmitt við að miðla þekkingu í STEM-grein sem hann nam út frá áhuga og ástríðu sem kviknaði í barnæsku á lífríki og umhverfi. Emil hefur starfað sem líffræðingur, leiðsögumaður og unnið að rannsóknarverkefnum sem snúa að íslenskri náttúru. Emil er með STEM-grunn í líffræði frá HÍ og University of Melbourne. Hann hefur hreinlega blómstrað við að koma þeirri vitneskju sem hann öðlaðist í háskólanámi áfram til næstu kynslóðar í kennslunni. Emil leggur ríka áherslu á upplýsingalæsi og rökhugsun og þakkar grunni sínum í STEM-greinum hversu góðum árangri hann hefur náð á því sviði.
    „Nám mitt í STEM-greinum veitti mér ótrúlega mikið sem ég gat tekið með mér út í samfélagið og atvinnulífið. Ekki nóg með að öðlast færni í upplýsingalæsi, rökhugsun og gagnrýnni hugsun heldur mynduðust og uxu tengsl við samnemendur mína sem haldast sterk enn í dag. Eins og málum er háttað núna fæ ég ótal tækifæri til að nýta þá hæfni sem ég öðlaðist í STEM-náminu á hverjum einasta degi,“ segir Emil Sölvi.

Комментарии •