Gerum Okkar Besta - Ísland B-Heimsmeistari 1989
HTML-код
- Опубликовано: 4 фев 2025
- Valgeir Guðjónsson samdi hið ógleymanlega stuðningslag Íslenska handboltalandsliðsins fyrir Ólympíuleikana í Seoul í Suður Kóreu árið 1988. Liðið stóð ekki undir gríðarlegum væntingum á Ólympíuleikunum en aðeins 5 mánuðum síðar stóð liðið uppi sem sigurvegari í B-Heimsmeistarakeppninni 1989 sem fram fór í Frakklandi.
Hér má heyra lag Valgeirs og sjá svipmyndir frá landsliðinu í keppninni í Frakklandi 1989.
Lið Íslands á mótinu skipuðu þeir Alfreð Gíslason, Jakob Óskar Sigurðsson, Héðinn Gilsson, Geir Sveinsson, Guðmundur Þórður Guðmundsson, Kristján Arason, Guðmundur Hrafnkelsson, Þorgils Óttar Mathiesen, Bjarki Sigurðsson, Einar Örn Þorvarðarson, Sigurður G Gunnarsson og Sigurður Valur Sveinsson.
Þjálfari var Bogdan Kowalczyk og honum til aðstoðar voru Guðjón Guðmundsson og Davíð Björn Sigurðsson.