Árangurssaga Defend Iceland og samstarf við Enterprise Europe Network.

Поделиться
HTML-код
  • Опубликовано: 4 июл 2024
  • Defend Iceland var stofnað af Theodóri Ragnari Gíslasyni árið 2023. Defend Iceland notar svokallaða villuveiðigátt (e. bug bounty platform) þar sem heiðarlegir hakkarar og öryggissérfræðingar leiða saman krafta sína í því skyni að koma í veg fyrir alvarleg innbrot í net-, tölvu- og hugbúnaðarkerfi fyrirtækja og stofnana. Markmiðið er að umbreyta stafrænni öryggismenningu á Íslandi og búa til öruggara starfrænt samfélag.
    Samstarf Defend Iceland og Enterprise Europe Network hófst áður en fyrirtækið var stofnað. Ráðgjöfin fólst einkum í leiðsögn varðandi fjármögnun í gegnum styrkjaáætlanir Evrópusambandsins og síðar yfirlestur á styrkumsókninni. Til að aðstoða fyrirtækið við að sýna fram á alþjóðlega möguleika verkefnisins, hjálpuðu ráðgjafar EEN þeim að koma á skýrum tengslum milli þeirra eigin sýnar og við evrópska og innlenda stefnu varðandi netöryggi.
    Defend Iceland hlaut 2,6 milljón Evra styrk úr Digital Europe áætluninni og fékk umsókn þeirra hæstu mögulegu einkunn.
    #eencanhelp

Комментарии •