Sagnaarfur Biblíunnar - Syndaflóð og sáttmáli
HTML-код
- Опубликовано: 7 фев 2025
- Nóaflóðið er tilraun til að endurheimta þann aldingarð sköpunarinnar sem lýst er í upphafi 1. Mósebókar og það er brýnasta erindi okkar í samtímanum. Ekkert viðfangsefni stjórnmála, menningar eða atvinnulífs, er brýnna en að bjarga því sem bjargað verður í lífríki jarðar, áður en að flóðið gleypir okkur öll. Nói hlýddi Guði og niðurstaðan var nýtt upphaf. Spámenn okkar daga, vísindasamfélagið, hafa talað skýrt en við þurfum táknsögur til að takast á við þann veruleika og þar er engin táknsaga öflugri en hugmyndin um syndaflóð.
Myndband þetta er hluti af biblíufræðslu fyrir fullorðna sem nefnist Sagnaarfur Biblíunnar. Verkefnið er unnið af Garðasókn í Garðakirkju og styrkt af Héraðssjóði Kjalarnesprófastsdæmis.
Umsjón með verkefninu hefur Dr. Sigurvin Lárus Jónsson og kvikmyndagerð er í höndum Eggerts Gunnarsson.