Leiksýning verður til - 1. þáttur - Ferðalag um Þjóðleikhúsið
HTML-код
- Опубликовано: 26 ноя 2024
- www.leikhusid....
Í samstarfi við KrakkaRÚV.
Ævintýraheimur leikhússins er heillandi. Ekki síst í augum ungra leikhúsunnenda sem hafa beðið frumsýningar á Kardemommubænum eftir Thorbjörn Egner í Þjóðleikhúsinu með mikilli eftirvæntingu.
Þjóðleikhúsið og KrakkaRÚV veita ungum leikhúsunnendum og forvitnum krökkum nú einstakt tækifæri til að gægjast bak við tjöldin og sjá hvernig leiksýning verður til.
Boðið verður upp á innlit baksviðs á undirbúningstíma sýningarinnar. Við fræðumst um hvernig leikrit eru æfð, hvernig leikmynd er hönnuð og smíðuð, búningar saumaðir, grímur gerðar. Við fáum líka að sjá inn í heillandi heim allra ljóskastaranna og sviðsins - hvað gerir fólkið í miðasölunni og dyraverðirnir?
Við sjáum líka hvernig dansarnir eru æfðir og margt fleira. Þjóðleikhúsið og KrakkaRÚV munu miðla myndböndum daglega á MenntaRÚV - Heimavist sem er ný þjónusta RÚV fyrir börn. Þessi myndbrot munu stytta börnum stundir nú meðan samkomubannið stendur yfir og leikhúsið getur ekki tekið á móti gestum.