Líffræðinemar í rannsóknarleiðangur til Madagaskar

Поделиться
HTML-код
  • Опубликовано: 25 ноя 2024
  • Nýjar köngulóartegundir var meðal þess sem nemendur og kennarar í líffræði við Háskóla Íslands fundu þegar þau heimsóttu eyna Madagaskar úti fyrir ströndum Afríku árið 2024. Heimsóknin var hluti af námskeiði sem Ingi Agnarsson, prófessor í líffræði, kennir. Óhætt er að segja að heimsóknin hafi verið eftirminnileg og gjöful því stór hluti hópsins mun vinna að vísindagrein til birtingar í alþjóðlegum vísindatímaritum á grundvelli þeirra uppgötvana sem þau gerðu í fjölbreyttu lífríki Madagaskar. Konný Íris Káradóttir líffræðinemi og Ingi Agnarsson sögðu okkur ferðasögu hópsins og nemendur lögðu til skemmtilegt myndefni þar sem finna má litríkar köngulær, lemúra og annað áhugavert úr lífríki þessarar mögnuðu eyjar.

Комментарии •