Gunnar Bragi í Kastljósinu

Поделиться
HTML-код
  • Опубликовано: 15 окт 2024
  • Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformanni Miðflokksins, viðurkennir að pólitísk inneign hans sé löskuð en finnst ekki að hann þurfi að segja af sér. Kastljós náði tali af honum áður en hann fór í veislu á Bessastöðum í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Hann sagði það afskaplega miður hvaða orð voru notuð um alla þá sem rætt var um í upptökum af samræðum hans og annarra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins.
    Í þættinum var Gunnar Bragi spurður út í niðrandi ummæli um ýmsa einstaklinga. „Það var verið að henda þessu fram í fylleríisrausi," sagði Gunnar Bragi meðal annars. „Því miður gerði maður það og það var rangt."
    Þið eruð þarna þingmenn og eruð þarna á opinberum vettvangi. Talið hátt og maður spyr bara: Hvað er að ykkur?
    „Þetta er nefnilega bara mjög góð spurning. Hvað var að okkur, sko. Þetta er ekkert þannig að við séum að tala eða láta svona allan daginn. Þetta er ekki svona að maður sé að hugsa þessa hluti eins og maður orðar þá þarna. Við erum inni á bar og sum okkar hefðu átt að sleppa síðustu drykkjunum. það er alveg ljóst, og fyrir vikið einhvern veginn missir maður tengslin við raunveruleikann."
    Hvað þarf maður að drulla yfir marga minnihlutahópa og samstarfshópa hér á þinginu til þess að þurfa að axla pólitíska ábyrgð og kannski bara labba út?
    „Ég held það sé enginn mælikvarði á það í rauninni. Ég held að það þurfi að vera hvert og eitt okkar sem þurfi að meta það. Og eins með annað sem við gerum hérna inni, ef okkur verður á í messunni, ef einhver keyrir fullur eða segir eitthvað sem hann á ekki að segja."
    Hann segist hafa reynt að fylgja siðareglum þingmanna frá því hann kom á þing. „En mér varð á þarna." Dagurinn hafi farið í að biðja fólk afsökunar.

Комментарии • 4

  • @olafureyjolfsson940
    @olafureyjolfsson940 9 месяцев назад +1

    Fáviti aldarinnar.

  • @Yatukih_001
    @Yatukih_001 5 лет назад

    Fróðlegt myndband hér á ferð...

    • @gudmunduragustsson5872
      @gudmunduragustsson5872 5 лет назад +1

      Haha, ertu að djóka með playlistana á profilinum þínum. Satanism og ET stuff

    • @Yatukih_001
      @Yatukih_001 5 лет назад

      @@gudmunduragustsson5872 Nú er það svo að það sem er á annara manna prófílum á youtube kemur fólki almennt ekkert við nema forvitið og kurteist um hvað sé að finna þar. 99 prósent youtubera eru með playlista þar sem fjallað er um mál sem tengjast geimnum, og um trúarbrögð en einnig efni tengt vísindum. Hvort Satanismi sé stundaður enn er eitthvað sem ég er ekkert að hugsa um nú til dags.Hvað húmor varðar er minn svartur en er sammála um að fleiri húmorísk myndbönd mættu vera á þessum spilunarlistum.