Landgræðsluverðlaun Laugarvatn
HTML-код
- Опубликовано: 8 ноя 2024
- Bláskógaskóli og Menntaskólinn á Laugarvatni fengu Landgræðsluverðlaun 2021. Menntaskólinn hefur unnið að uppgræðslu frá árinu 2016 í samvinnu við Landvernd þar sem ýmsar landgræðsluaðferðir voru reyndar á litlu svæði. Ákveðið var að fara þyrfti í harðari aðgerðir og í samvinnu við sérfræðinga frá Skógræktinni var starfið skipulagt. Hafið var samstarf við Grunnskólann á Laugarvatni árið 2019 og vinna grunnskólabörn að verkefnum á vorin þegar menntskælingarnir eru í prófatíð. Nemendur Menntaskólans taka svo svæðin út á haustin og gera mælingar. Markmiðið er að græða upp allan melinn í fjallinu ofan við Laugarvatn. Heiða Gehringer náttúrufræðingur segir frá og rætt er við Hrannar Snæ Jónsson og Einar Mána Jónsson grunnskólanemendur.